Hverfisskipulag Reykjavíkur

Kynntu þér stöðuna í þínu hverfi

Netkönnun fyrir íbúa í hverfunum við Laugardal

Kæru íbúar í Laugardal hér er netkönnun þar sem hægt er að koma fram ábendingum um hvernig skal gera að gera borgarhlutann ykkar enn betri. Könnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta sem nær..

Hverfisskipulag Breiðholts staðfest!

Hverfisskipulag fyrir Neðra-Breiðholt, Seljahverfi og Efra-Breiðholt hefur tekið gildi og leysir af hólmi eldri deiliskipulagsáætlanir. Helstu markmið hverfisskipulagsins eru að gróin hverfi í borginni verði sjálfbærari og vistvænni en áður, íbúðum fjölgi og..

1.330 börn skoðuðu sýninguna af módelunum

Dagana 28. mars. til 1. apríl heimsóttu 1.330 börn úr hverfisskólunum við Laugardal sýninguna undir stúkunni á Laugardalsvelli. Annars vegar til að skoða módel sem samnemendur þeirra höfðu gert af hverfunum umhverfis dalinn og hinsvegar til að leggja í púkkið..

Vinnu- og samráðsferli

Vinna við hverfisskipulag fyrir hvern borgarhluta tekur að jafnaði um átján mánuði. Vinnuferlinu er skipt í þrjá fasa, allt frá hugmyndaleit og þróun tillagna að samþykktu skipulagi. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á viðamikið samráð sem miðar að því að íbúar á öllum aldri og aðrir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að taka þátt í mótun borgarumhverfisins.

Við vinnu að nýju hverfisskipulagi er leitað álits íbúa, hagsmunaaðila og opinberra umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Í upphafi er samráðið vítt en þrengist eftir því sem á líður. Samráðsaðferðirnar eru fjölbreyttar og í sex skipulögðum skrefum er markmiðið að fá fram skoðanir allra aldurshópa og margbreytileg sjónarmið.

Hverfasjá

Í hverfasjá má á einfaldan hátt nálgast öll skipulagsgögn staðfests hverfisskipulags, s.s. skipulagsskilmála, skipulagsuppdrátt, greingargerð og leiðbeiningarit hverfisskipulags.

Hverfasjáin bætir til muna aðgengni íbúa að upplýsingum um skipulag í gildi og gerir umsóknar- og afgreiðsluferli vegna ýmiskonar breytinga á fasteignum einfaldara og skilvirkara.

Leiðbeiningar hverfisskipulags

Leiðbeiningar hverfisskipulags eru nýjung í skipulagsskilmálum hérlendis og eru fylgiskjöl með öllum hverfisskipulagsáætlunum borgarinnar. Þær eru skýringargögn með skýringarmyndum sem fylgja skal þegar skilmálar hverfisskipulags eru nýttir.

Hvað er
hverfisskipulag?

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur í samfélaginu. Einfaldara verður fyrir íbúa að sækja um breytingar á fasteignum sínum eða lóðum með tilkomu hverfisskipulags.

Skipulagssjá

Í Skipulagssjá Reykjavíkurborgar má nálgast samþykkt deiliskipulag og aðalskipulag fyrir borgina. Þjónustan er öllum opin og gjaldfrjáls.

Borgarvefsjá

Borgarvefsjá er gjaldfrjáls vefþjónusta sem veitir notendum aðgang að ýmsum landfræðilegum upplýsingum um Reykjavík og nágrenni.

Hverfasjá

Í Hverfasjá má nálgast öll skipulagsgögn hverfisskipulags.